Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka

Kaupþing í Lúxemborg
Kaupþing í Lúxemborg mbl.is

Fjármálaráðherra Lúxemborgar hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Kaupþing í Lúxemborg. Kaupandinn er hópur arabískra fjárfesta, samkvæmt frétt Reuters.  Fjármálaráðherra Belgíu þarf einnig að skrifa undir söluna áður en gengið verður endanlega frá henni.

Eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins þurfa nýir fjárfestar sem kaupa bankann að leggja honum til um tuttugu milljarða króna í nýtt hlutafé svo hann verði starfhæfur aftur. Skuldbindingar þeirra sem kaupa bankann eru miklar en innlán í bankanum eru allt að 800 milljónir evra.

280 starfa í bankanum, þar af átján Íslendingar. Bankinn var dótturfyrirtæki Kaupþings hér heima, stofnaður snemma á árinu 1998, þá sem verðbréfafyrirtæki. Auk þess að starfa í Lúxemborg voru útibú í Sviss og Hollandi.

Í frétt Reuters kemur fram að nokkrir mögulegir kaupendur hafi verið nefndir. Þar megi nefna fjárfestingasjóð í eigu stjórnvalda í Líbýu, netbankinn Keytrade Bank, sem er dótturfélag franska bankans og þýski bankinn Landesbank Nord.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK