Leyndi eignarhaldi

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson mbl.is/Árni Sæberg

Icelandic Group varð til í júní 2005 við sameiningu SH og Sjóvíkur og fengu hluthafar Sjóvíkur þriðjung í hinu sameinaða félagi.

Sjóvík hafði árið áður keypt Iceland Seafood Corporation af SÍF, en einn eigenda Sjóvíkur var félagið Serafin Shipping. Fékk Serafin í sinn hlut um 6% hlut í Icelandic.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður SÍF, eigandi Serafin. Hann mun hins vegar hafa haldið þessum eignatengslum leyndum fyrir stjórn SÍF, þegar ákveðið var að selja Iceland Seafood til Sjóvíkur.

Við afgreiðslu málsins í stjórn SÍF tók Ólafur ekki þátt í lokafrágangi þess og bar við tengslum sínum við Sund, stærsta eiganda Sjóvíkur. Sund var þá hluthafi í Keri ásamt Ólafi. Minntist hann hins vegar ekki á eignarhald sitt yfir Serafin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK