Nýtti sér kauprétt

Finnur Ingólfsson,
Finnur Ingólfsson,

Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu á fimmtu­dag keypti FS7, fé­lag í eigu Finns Ing­ólfs­son­ar, fjórðung í Lang­flugi í des­em­ber 2007. Lang­flug hafði mánuði áður keypt 32% hlut í Icelanda­ir. Keypti FS7 hlut­inn á einn millj­arð, en tók á sig um leið ábyrgð á fjórðungi skulda Lang­flugs, eins og Finn­ur benti sjálf­ur á í Morg­un­blaðinu á föstu­dag.

Þann 21. fe­brú­ar var samþykkt að veita FS7 kauprétt að tveim­ur millj­örðum í Lang­flugi að nafn­v­irði, en hluta­fé Lang­flugs var þá fjór­ir millj­arðar.

Í ág­úst 2007 skipti Finn­ur á bréf­um sín­um í Lang­flugi og 7,9% hlut í Icelanda­ir. Þá keypti Finn­ur bréf af öðrum hlut­höf­um í Icelanda­ir, þ. á m. AB 57, fé­lagi í eigu Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga. Sam­tals safnaði Finn­ur sam­an 15,5% í Icelanda­ir, sem hann seldi á geng­inu 32 og keypti Mátt­ur bróðurpart­inn af þess­um bréf­um. Hagnaður FS7 af sölu sinna 7,9% í Icelanda­ir var um 400 millj­ón­ir.

Að þess­um viðskipt­um lokn­um nýtti FS7 sér kauprétt­inn að tveim­ur millj­örðum í Lang­flugi og greiddi fyr­ir það tvo millj­arða króna. Eft­ir þau viðskipti ræður FS7 yfir tveim­ur þriðju hlut­um í Lang­flugi á móti ein­um þriðja hluta Gift­ar. Hlut­ur Lang­flugs í Icelanda­ir er 23,8% og óbeinn eign­ar­hlut­ur FS7 því um 15,9%.

Viðskipt­in voru gagn­rýnd af stjórn­ar­mönn­um í Gift og sagði einn þeirra að aðstaða Gift­ar til að fá gott verð fyr­ir sinn hlut væri verri en áður. Mark­miðið með kauprétt­ar­samn­ingn­um við FS7 hefði verið að minnka hlut Gift­ar í Lang­flugi, en ekki að skapa kauprétt á lágu verði til að end­ur­selja á hærra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK