Verðbólgan mælist 18,1%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember hækkaði um 1,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,71% frá nóvember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1%. Verðbólgan hefur ekki verið jafn mikil síðan í maí 1990 er hún mældist einnig 18,1%.

Áfengishækkunin 9,2%

Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 4,4% (vísitöluáhrif 0,31%) og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 7,2% (0,31%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,1% (0,27%) og verð á áfengi hækkaði um 9,2% (0,15%), að hluta til vegna hækkunar áfengisgjalds. Verð á tómstundavörum, leikföngum og ritföngum hækkaði um 2,4% (0,28%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 14,6% (0,17%).

Bensín og olía lækkaði þrátt fyrir hækkun olíugjalds

Verð á bensíni og olíum lækkaði um 8,6% (-0,39%) þrátt fyrir hækkun olíugjalds. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði lækkaði um 0,5% (-0,07%). Þar af námu áhrif af lækkun markaðsverðs á húsnæði -0,04% og lækkun raunvaxta -0,03%, en vextir hafa ekki haft áhrif til lækkunar vísitölunnar frá nóvember 2005.

Fastskattavísitala neysluverðs var ekki uppfærð nú vegna þess að ekki gafst nægur tími til að meta áhrif af breytingum á áfengis-, tóbaks- og olíugjaldi auk vörugjalda sem samþykktar voru með lögum þann 11. desember. Vísitalan verður næst birt um leið og vísitala neysluverðs í janúar, að því er fram kemur í frétt Hagstofu Íslands.

Þriggja mánaða verðbólgan 24%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 20,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,5% sem jafngildir 24,0% verðbólgu á ári (29,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Meðalvísitala neysluverðs árið 2008 var 307,7 stig, 12,4% hærri en meðal-vísitalan 2007. Samsvarandi breyting var 5,0% árið 2007 og 6,8% árið 2006. Meðalvísitala neysluverðs án húsnæðis var 276,8 stig árið 2008, 12.2% hærri en árið 2007. Samsvarandi breyting var 2,5% árið 2007 og 4,8% árið 2006. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í desember 2008, sem er 332,9 stig gildir til verðtryggingar í febrúar 2009. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 6.573 stig fyrir febrúar 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka