Verðbólgan mælist 18,1%

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í des­em­ber hækkaði um 1,52% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 1,71% frá nóv­em­ber. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 18,1%. Verðbólg­an hef­ur ekki verið jafn mik­il síðan í maí 1990 er hún mæld­ist einnig 18,1%.

Áfeng­is­hækk­un­in 9,2%

Verð á hús­gögn­um, heim­ilis­tækj­um, heim­il­is­búnaði o.fl. hækkaði um 4,4% (vísi­tölu­áhrif 0,31%) og efni til viðhalds hús­næðis hækkaði um 7,2% (0,31%). Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 2,1% (0,27%) og verð á áfengi hækkaði um 9,2% (0,15%), að hluta til vegna hækk­un­ar áfeng­is­gjalds. Verð á tóm­stunda­vör­um, leik­föng­um og rit­föng­um hækkaði um 2,4% (0,28%) og flug­far­gjöld til út­landa hækkuðu um 14,6% (0,17%).

Bens­ín og olía lækkaði þrátt fyr­ir hækk­un ol­íu­gjalds

Verð á bens­íni og ol­í­um lækkaði um 8,6% (-0,39%) þrátt fyr­ir hækk­un ol­íu­gjalds. Kostnaður vegna bú­setu í eig­in hús­næði lækkaði um 0,5% (-0,07%). Þar af námu áhrif af lækk­un markaðsverðs á hús­næði -0,04% og lækk­un raun­vaxta -0,03%, en vext­ir hafa ekki haft áhrif til lækk­un­ar vísi­töl­unn­ar frá nóv­em­ber 2005.

Fast­skattavísi­tala neyslu­verðs var ekki upp­færð nú vegna þess að ekki gafst næg­ur tími til að meta áhrif af breyt­ing­um á áfeng­is-, tób­aks- og ol­íu­gjaldi auk vöru­gjalda sem samþykkt­ar voru með lög­um þann 11. des­em­ber. Vísi­tal­an verður næst birt um leið og vísi­tala neyslu­verðs í janú­ar, að því er fram kem­ur í frétt Hag­stofu Íslands.

Þriggja mánaða verðbólg­an 24%

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 18,1% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 20,7%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 5,5% sem jafn­gild­ir 24,0% verðbólgu á ári (29,7% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Meðal­vísi­tala neyslu­verðs árið 2008 var 307,7 stig, 12,4% hærri en meðal-vísi­tal­an 2007. Sam­svar­andi breyt­ing var 5,0% árið 2007 og 6,8% árið 2006. Meðal­vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis var 276,8 stig árið 2008, 12.2% hærri en árið 2007. Sam­svar­andi breyt­ing var 2,5% árið 2007 og 4,8% árið 2006. Vísi­tala neyslu­verðs sam­kvæmt út­reikn­ingi í des­em­ber 2008, sem er 332,9 stig gild­ir til verðtrygg­ing­ar í fe­brú­ar 2009. Vísi­tala fyr­ir eldri fjár­skuld­bind­ing­ar, sem breyt­ast eft­ir láns­kjara­vísi­tölu, er 6.573 stig fyr­ir fe­brú­ar 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK