ESB samþykkir björgunaraðgerðir

Neelie Kroes ásamt Björgvini G. Sigurðssyni þegar þau hittust á …
Neelie Kroes ásamt Björgvini G. Sigurðssyni þegar þau hittust á fundi fyrr á árinu.

Evrópusambandið hefur lagt blessun sína yfir björgunaraðgerðir nokkurra aðildarríkja sambandsins, sem gerir þeim kleift að leggja bönkum til fjármagn og/eða gangast í ábyrgðir fyrir þá.

Markmiðið með björgunaraðgerðunum er að koma fjármálafyrirtækjum í viðkomandi löndum til hjálpar í fjármálakreppunni. Þessi ríki eru Þýskaland, Bretland, Spánn og Ítalía. AP-fréttastofan hefur eftir Neelie Kroes, framkvæmdastjóra samkeppnismála hjá ESB, að skjót viðbrögð ríkisstjórna sé grundvallaratriði til að geta tekist á við kreppuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka