Íslenskar eignir sænskra fyrirtækja eru verðlausar

Höfuðstöðvar Sjóvar
Höfuðstöðvar Sjóvar Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sænska fjármálaeftirlitið [FI] gaf út tilmæli til þarlendra fjármálafyrirtækja í lok október sl. sem fólu í sér að allar íslenskar eignir yrðu að fullu frádráttarbærar frá eiginfjárútreikningum þeirra. Það þýðir að sænsk fyrirtæki sem eiga íslenskar eignir þurfa að skrá þær verðlausar, ef farið er eftir tilmælunum.

Meðal sænskra félaga sem eiga íslenskar eignir er Moderna A.B, dótturfélag Milestone, en það á m.a. Sjóvá og Aska Capital. Milestone er aðaleigu í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssonar. Í ársreikningi Sjóvár fyrir árið 2007 kemur fram að félagið átti erlendar fasteignir að andvirði 49 milljarða króna. Samkvæmt endurskipulagningu sem nú stendur yfir hjá Milestone eiga þær eignir að vera áfram inni í Sjóvá, en að langmestu leyti er um að ræða fasteignir í Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi. Þar sem allar íslenskar eignir Moderna eru, samkvæmt tilmælum sænska fjármálaeftirlitsins, skráðar verðlausar eru hinar erlendu fasteignir því orðnar ein af söluvænlegustu eigum Milestone-samstæðunnar.

Sjóvá eignaðist hluta þessara erlendu fasteigna eftir að Milestone, eigandi Sjóvár, lagði þær inn í félagið til að jafna út viðskiptaskuld. Skuldin myndaðist þegar Milestone-samstæðan keypti Invik Group, sem síðar varð Moderna Finance A.B., á árinu 2007. Þá tók Sjóvá þátt í kaupunum. Þegar eignarhaldið á Moderna var fært beint undir Milestone myndaðist síðan umrædd skuld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK