Lækkun gagnvart evru 17% á tveimur vikum

Lítið lát virðist á veik­ingu krón­unn­ar og hef­ur gengi henn­ar gagn­vart evru lækkað um 1,2% það sem af er degi. Hef­ur krón­an lækkað um 17% gagn­vart evru á hálf­um mánuði. Sam­hliða þess­ari þróun virðist markaður með krónu er­lend­is hafa lifnað við að nýju. Þetta kem­ur fram í Morgun­korni Glitn­is.

„Til að mynda hafa viðskipti verið nokk­ur með evru-krónu gengiskross­inn í miðlun­ar­kerfi Reu­ters und­an­farna daga eft­ir al­gera þurrð á þeim markaði fyrst eft­ir end­ur­flot krónu í des­em­ber­byrj­un. Enn sem komið er eru þessi viðskipti þó aðeins brot af um­fangi þeirra fyr­ir hrun bank­anna í októ­ber­byrj­un. Mun­ur á gengi krónu gagn­vart evru á inn­lend­um markaði og þeim er­lenda hef­ur einnig minnkað und­an­farið, ef marka má upp­lýs­ing­ar Reu­ters. Hef­ur evr­an lækkað úr 300 kr. í 200 kr. á hálf­um mánuði í kerfi Reu­ters en á sama tíma hef­ur verð evru í krón­um hækkað úr 146 í 173 á inn­lend­um markaði.

Ýmsar skýr­ing­ar kunna að vera á þess­ari þróun. Þótt er­lend­ir fjár­fest­ar megi ekki færa eign­ir sín­ar úr krón­um í aðrar mynt­ir er þeim heim­ilt að taka til sín fjár­magn­s­tekj­ur, þar með talið vaxta­greiðslur. Slík­ar greiðslur nema nú tals­verðum fjár­hæðum, og á jafn smá­um gjald­eyr­is­markaði og við búum nú mynd­ar út­streymi af þess­um sök­um þrýst­ing á gengi krónu.

Einnig verður að hafa í huga að ýmis inn­lend fyr­ir­tæki búa enn við tals­verða fjár­mögn­un­arþörf í evr­um. Ef þessi fyr­ir­tæki safna í sarp­inn þeim gjald­eyri sem til þeirra berst í því skyni að standa straum af af­borg­un­um er­lendra lána í stað þess að selja hann á gjald­eyr­is­markaði get­ur það dregið tals­vert úr fram­boði gjald­eyr­is. Síðast en ekki síst hafa út­flytj­end­ur nokk­urt svig­rúm til þess að fresta sölu á gjald­eyri þar sem regl­ur um skila­skyldu kveða á um tveggja vikna skila­frest. Vænti þeir þess að krón­an veikist geta þeir þannig dregið við sig að selja gjald­eyr­inn og með því móti ræt­ast vænt­ing­ar um veik­ingu nán­ast sjálf­krafa," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

Þessi þróun hlýt­ur að vera Seðlabanka tölu­vert áhyggju­efni, skrif­ar Grein­ing Glitn­is. „Eft­ir góðan byr í segl krón­unn­ar fyrst eft­ir end­ur­flot henn­ar með höft­um hef­ur sigið veru­lega á ógæfu­hliðina.

Rétti krón­an ekki úr kútn­um að nýju í bráð verður verðbólguþrýst­ing­ur meiri á næst­unni, erfiðara að lækka vexti og fyr­ir­tæki jafnt sem heim­ili munu þurfa að glíma við þyngri skulda­byrði. Bregði ekki til betri veg­ar á næst­unni gæti farið svo að bank­inn þurfi að grípa til annarra meðala en hingað til hef­ur verið beitt, þar sem helsta mark­mið aðgerðaráætl­un­ar yf­ir­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, að ná fram stöðug­leika á gjald­eyr­is­markaði og styrkja gengi krónu, er ann­ars í hættu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK