Stefnir í sölu Whittard

Baugur Group
Baugur Group mbl.is/Kristinn

Allt stefnir í að te- og kaffiverslunarkeðjan Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, verði seld í vikunni. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til, en fyrr í dag greindu breskir fjölmiðlar frá því að keðjan stefndi í þrot vegna fjárhagserfiðleika.

Segir í frétt AP að nokkrir mögulegir kaupendur hafi verið í viðræðum við Whittard, en eitt tilboð hafi verið lagt fram sem sé „ákveðnara“ en önnur. Hefur fréttastofan eftir heimildarmanni sínum hjá Whittard, sem ekki vilji láta nafns síns getið, að aðilar séu sannfærðir um að af sölunni verði.

Fyrr í morgun var mikil svartsýni í fréttum breskra vefmiðla varðandi framtíð Whittard. Sagði hver fréttastofan af annarri að ekkert annað en gjaldþrot blasti við, en eigendur keðjunnar leiti þó að kaupanda.

Whittard, sem var stofnað árið 1886, rekur alls 130 verslanir í Bretlandi. Baugur keypti á 21 milljón punda árið 2005. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK