Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir

Samkvæmt könnun sem gerð var í nóvember og desember sl. hækkuðu verðbólguvæntingar fyrirtækja verulega frá síðustu könnun. Væntu forsvarsmenn fyrirtækja 15% verðbólgu á næstu tólf mánuðum samanborið
við 7% í september. Jafnframt voru stjórnendur afar svartsýnir á aðstæður í efnahagsmálum og nánast allir (98,6%) töldu þær vera slæmar samanborið við 83% þeirra í síðustu könnun. Þetta kemur fram í Hagvísum Seðlabanka Íslands.

Rúmur helmingur þeirra taldi að aðstæður yrðu verri eftir sex mánuði samanborið við rúman þriðjung í september. Mest breyting varð á afstöðu stjórnenda fyrirtækja í verslun og byggingarstarfsemi og voru þeir mun svartsýnni en áður.

Hagvísar Seðlabanka Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK