Te- og kaffiverslunarkeðjan Whittard of Chelsea er gjaldþrota en endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young, sem var skipað skiptaráðandi, hefur selt reksturinn til fjárfestingarfélagsins EPIC. Baugur keypti Whittard árið 2005 fyrir 21 milljón punda.
Fyrirtækið Whittard of Chelsea var stofnað árið 1886. Það hefur rekið 130 verslanir í Bretlandi og þar starfa um 950 manns. Höfuðstöðvarnar eru í Lundúnum.
Ernst & Young var einnig skipað skiptaráðandi kaffiheildsölunnar Boaters, sem er hluti af Whittard fyrirtækjahónum. EPIC hefur einnig keypt Boaters. Á fréttavef Sky sjónvarpsstöðvarinnar segir, að bæði fyrirtækin muni halda áfram starfsemi.