Heimsmarkaðsverð á olíu féll enn á aðfangadag og fór í 35 dollara fatið, að sögn Aftenposten í Noregi. Lækkunin nemur nú 76% frá því í júlí en þá fór fatið í 147 dollara.
Gera má ráð fyrir frekari lækkun fram að áramótum, að sögn John Kilduffs, sérfræðings hjá MF Global er Bloomberg-fréttastofan ræddi við. Segir hann að fatið geti farið í 30 dollara en síðan sé vissara að reikna með hækkun aftur eftir áramótin.