Olían lækkar enn

Heimsmarkaðsverð á olíu féll enn á aðfangadag og fór í 35 dollara fatið, að sögn Aftenposten í Noregi. Lækkunin nemur nú 76% frá því í júlí en þá fór fatið í 147 dollara.

 Gera má ráð fyrir frekari lækkun fram að áramótum, að sögn John Kilduffs, sérfræðings hjá MF Global er Bloomberg-fréttastofan ræddi við. Segir hann að fatið geti farið í 30 dollara en síðan sé vissara að reikna með hækkun aftur eftir áramótin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK