Bankastjórn Seðlabanka Íraks hefur ákveðið að lækka stýrivexti í landinu um 1 prósent í 14% í byrjun næsta árs. Er þetta gert þar sem verulega hefur dregið úr verðbólgu í landinu. Mældist verðbólga 12,7% í Írak í nóvember en var 13,6% í október.
Verðbólga fór hæst í 69,6% í lok ársins 2006 en fór niður í 32% snemma árs 2007 og í ársbyrjun 2008 var hún komin niður í 11%. Helsta skýringin á lækkun verðbólgunnar eru raktar til aðgerða seðlabankans, meðal annars með vaxtahækkunum.