Allt að 90% afsláttur í breskum verslunum

Góður afsláttur verður í verslunum Debenhams eftir jólin.
Góður afsláttur verður í verslunum Debenhams eftir jólin. Reuters

Jólaútsölur í Bretlandi eru komnar á fullt og dæmi um allt að 90% afslátt, samkvæmt frásögn á vef Daily Telegraph. Strax að kvöldi jóladags var hægt að að gera góð kaup í netverslun en í dag munu verslanir á borð við Debenhams, House of Fraser, Topshop, Comet, Liberty og New Look opna með miklum afslætti í boði. Útsölur í verslunum Harrods, Marks & Spencer, Next og John Lewis munu hefjast á morgun, laugardag.

Debenhams hyggst bjóða upp á 70% afslátt og og Tesco reiknar með að jólaútsölurnar skili þeim um 100 milljónum punda í kassann.

Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young hefur spáð því að afsláttur í breskri verslun eftir jólin verði að jafnaði 56,7%, borið saman við 52,6% á síðasta ári. Neytendur muni að öllum líkindum ekki hafa séð jafn lágt vöruverð í langan tíma.

Netverslunin hófst þegar að kvöldi jóladags og talið að þá hafi 5 milljón manns verslað fyrir um 104 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK