Hækkun á Wall Street

Viðskipti hófust að nýju í dag í kauphöllinni á Wall …
Viðskipti hófust að nýju í dag í kauphöllinni á Wall Street eftir jólahátíðina. Reuters

Kaup­höll­in við Wall Street var opin í dag og sýndi fram­an af degi lítið annað en lækkaðar hluta­bréfa­vísi­töl­ur, m.a. vegna tíðinda af dap­urri jóla­sölu. Und­ir lok­in hjarnaði markaður­inn við, og Nas­daq vísi­tal­an hækkaði um 0,4%, Dow Jo­nes vísi­tal­an fór upp um 0,6% og Stand­ard & Poors um 0,5%. Vegna jól­anna voru kaup­hall­ir í Evr­ópu lokaðar í dag.

Það hafði áhrif í kaup­höll­inni að bréf Gener­al Motors hækkuðu um 14% og bréf Ford um 8,1%. Fyr­ir dyr­um stend­ur rík­isaðstoð við stóru bíla­fram­leiðend­urna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK