Hækkun á Wall Street

Viðskipti hófust að nýju í dag í kauphöllinni á Wall …
Viðskipti hófust að nýju í dag í kauphöllinni á Wall Street eftir jólahátíðina. Reuters

Kauphöllin við Wall Street var opin í dag og sýndi framan af degi lítið annað en lækkaðar hlutabréfavísitölur, m.a. vegna tíðinda af dapurri jólasölu. Undir lokin hjarnaði markaðurinn við, og Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,4%, Dow Jones vísitalan fór upp um 0,6% og Standard & Poors um 0,5%. Vegna jólanna voru kauphallir í Evrópu lokaðar í dag.

Það hafði áhrif í kauphöllinni að bréf General Motors hækkuðu um 14% og bréf Ford um 8,1%. Fyrir dyrum stendur ríkisaðstoð við stóru bílaframleiðendurna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK