Leita ráðgjafar vegna eigna Baugs

Ein verslana Whittard of Chelsea, sem var í eigu Baugs …
Ein verslana Whittard of Chelsea, sem var í eigu Baugs þar til nýlega. AP

Íslensk stjórnvöld eru samkvæmt frásögn á fréttavef Daily Mail í kvöld sögð ætla að leita sér ráðgjafar í London um framtíð þeirra fjárfestinga sem íslensku bankarnir, einkum Landsbankinn, fjármögnuðu í breskri smásöluverslun. Er þar m.a. vísað til sölu á verslanakeðju Whittard of Chelsea, sem hefur verið í eigu Baugs.

Í fréttinni er rifjað upp að íslenska ríkið hafi eignast bankana í landinu fyrir tæpum þremur mánuðum. Stjórnvöld hafi síðan þá þegið ráðgjöf frá JP Morgan en nú sé ætlunin að skoða sérstaklega fjárfestingar Baugs í Bretlandi sem Landsbankinn hafi aðallega lánað til.

Meðal eigna Baugs í Bretlandi eru House of Fraser, Hamley's, Karen Millen og matvöruverslanir Iceland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka