Evran hefði dregið úr fallinu

Wall Street Journal fjallar um íslenska bankahrunið.
Wall Street Journal fjallar um íslenska bankahrunið. mbl.is

Á vef Wall Street Journal í dag er að finna ít­ar­lega um­fjöll­un um aðdrag­anda og af­leiðing­ar banka­hruns­ins á Íslandi. Ísland sé dæmi um þá tíma er auðvelt reynd­ist að fá láns­fé. Sé banka­kerfið skoðað megi sjá að Íslend­ing­ar hafi verið mjög sam­tvinnaðir alþjóðlegu fjár­mála­kerfi, fall ís­lensku bank­anna hafi því haft áhrif frá Tókíó til Kali­forn­íu og allt til Miðaust­ur­landa.

Tek­in eru dæmi af japönsk­um lán­tak­end­um, fast­eignamiðlur­um í Kali­forn­íu og lána­stofn­un­inni Bayer­ische Land­esbank sem hafi tapað millj­örðum á viðskipt­um við ís­lenska banka.

Í grein­inni seg­ir að það sem sé aðgreini Ísland frá öðrum smáríkj­um, sem einnig gangi nú í gegn­um fjár­málakreppu, sé að Ísland hafi reynt að byggja upp alþjóðlega fjár­mála­miðstöð á agn­arsmá­um gjald­miðli sín­um. Þegar er­lend­ir fjár­fest­ar hafi svo reynt að draga sig til baka og skipt krón­um aft­ur í doll­ara eða evr­ur í stór­um stíl, hafi gjald­miðill­inn fallið mjög hratt. Það hafi orðið til þess að enn fleiri fjár­fest­ar forðuðu sér.

Rakið er hvernig Íslend­ing­ar hafi rutt sér leið frá því að vera þjóð sem reiddi sig fyrst og fremst á fisk­veiðar til þess að verða banka­veldi. Banka­veldi sem varð að leita að gróða er­lend­is þar sem smæð henn­ar byði ekki upp á mikla veltu heima fyr­ir.  

Þrátt fyr­ir aðvar­an­ir er­lendra fjár­mála­sér­fræðinga árið 2006 um óhóf­lega stærð banka­kerf­is­ins hafi upp­bygg­ing­in haldið áfram og landið orðið hættu­lega háð fjár­magni er­lend­is frá.

Í grein­inni seg­ir að við upp­haf banka­hruns­ins hafi for­svars­menn bank­anna átt fund þar sem komið hafi til greina að sam­eina Lands­bank­ann og Glitni, sem hafi þó byggt á því að Seðlabank­inn út­vegaði evr­ur til að fjár­magna skuld­ir Glitn­is. Seðlabank­inn hafi hins veg­ar ekki hugað að því að koma sér upp evru­forða í sam­ræmi við vöxt bank­anna. Þá kem­ur fram að Tryggvi Þór Her­berts­son, þáver­andi fjár­málaráðgjafi for­sæt­is­ráðherra, hafi verið ósam­mála yf­ir­töku rík­is­ins á Glt­ini. það myndi koma illa við hlut­hafa og valda skaða á hluta­bréf­um í öðrum bönk­um.

Að mati grein­ar­höf­und­ar hefði evr­an getað dregið úr falli ís­lensku bank­anna. Með því að höfðu til þjóðarstolts hafi Davíð Odds­son hins­veg­ar lengi spornað við því að þjóðin gengi í Evr­ópu­sam­bandið og tæki upp evr­una.

Hér má nálg­ast grein Wall Street Journal.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK