Breskar verslanir í ólgusjó

Útsölur standa nú yfir í Lundúnum
Útsölur standa nú yfir í Lundúnum Reuters

Illa árar fyrir breskri verslun en nú um helgina óskuðu forsvarsmenn barnafatakeðjunnar Adams eftir greiðslustöðvun. Alls eru 260 Adams verslanir í Bretlandi og 116 í öðrum löndum, þar á meðal ein á Íslandi í Smáralind. Alls starfa um tvö þúsund manns hjá keðjunni samkvæmt fréttavef Times.  

Segir í frétt Times að margar minni verslanir hafi hætt rekstri að undanförnu en stóru fyrirtækin standi einnig illa. Er talið að Marks & Spencer muni gefa út afkomuviðvörun í vikunni en heimildir hermi að hluthafar í M&S muni áfram fá greiddan arð af fjárfestingu sinni.

Kemur fram að íslensk stjórnvöld vilji selja eignir í Bretlandi sem fyrst og meðal annars séu fjárfestingar Baugs í verslunarkeðjum eins og  House of Fraser, Hamleys og Karen Millen þar nefnd til sögunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka