Ráðherra efnahagsmála á Kúbu, Jose Luis Rodriguez, segir að árið 2008 sé það versta í fjárhagslegum skilningi á eyjunni frá falli Sovétríkjanna. Hagvöxtur mælist 4,3% á Kúbu í ár sem er langt undir spám stjórnvalda sem gerðu ráð fyrir 8% hagvexti í ár. Hefur forseti landsins, Raul Castro, ákveðið að bregðast við versnandi efnahagsástandi með því að draga úr ferðalögum opinberra starfsmanna og aukagreiðslum til þeirra.
Náttúran hefur farið óblíðum höndum um Kúbu í ár en þrír fellibylir riðu yfir eyjuna. Et talið að tjón af völdum þeirra, Gustav, Ike og Paloma, nemi um 10 milljörðum Bandaríkjadala.
Eins hefur kostnaður við innflutning á matvælum aukist um ríflega 8 milljarða dala á milli ára, að því er fram kemur í frétt BBC.