Viðskiptavinir svissneska bankans Credit Suisse töpuðu um einum milljarði svissneskra franka, um 114 milljörðum íslenskra króna á svikamyllu Bernards Madoff. Þetta kemur fram í svissneska sunnudagsblaðinu Sonntag í dag. Talsmaður Credit Suisse, Jan Vonder Muehll, hefur staðfest að viðskiptavinir bankans hafi tapað á viðskiptum við Madoff án þess að gefa upp um hve háa fjárhæð sé að ræða.
Jan Vonder Muehll segir að Credit Suisses hafi ekki beinlínis selt eða mætl með fjárfestingaafurðum Madoff. Eins hafi sjóðir bankans ekki fjárfest í sjóðum Madoff.