Orkuveita Reykjavíkur hefur, fyrir milligöngu Landsbanka Íslands, tryggt sér 5 milljarða króna með útgáfu nýs skuldabréfaflokks. Flokkurinn er opinn og verður skráður í Kauphöll Íslands í byrjun árs 2009. Vextir skuldabréfanna nema 125 punkta álagi á REIBOR.
Lánið er ætlað til að brúa lánsfjárþörf ársins 2008 en uppnám á fjármálamörkuðum á síðasta fjórðungi ársins 2008 hefur tafið afgreiðslu þegar umsaminna erlendra lána Orkuveitu Reykjavíkur.