Segir ríkið ekki munu eignast verslanirnar

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs. mbl.is/Skapti

Fréttir um að íslenska ríkið muni eignast hlut í verslunum Baugs í Bretlandi eru ekki á rökum reistar, að því er Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir í samtali við Mbl.is. Breska blaðið Financial Times greindi frá því í dag að svo gæti farið að skuldum Baugs við hina þjóðnýttu viðskiptabanka yrði breytt, að hluta að minnsta kosti, í hlutafé.

Segir Gunnar að skuldir Baugs séu ekki við nýju bankana, heldur þá gömlu, og því séu skuldirnar í eigu bankanna og kröfuhafa þeirra. Gömlu bankarnir séu ekki í ríkiseigu. 

Sagði Gunnar að blaðamaður Financial Times hefði ekki haft samband við sig vegna fréttarinnar og að hann vissi ekki á hvaða heimildum hún væri byggð.  Sagði hann að verið væri að endurskipuleggja starfsemi Baugs í samstarfi við bankana og væri markmiðið að bankarnir þyrftu ekki að afskrifa neinar skuldir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK