Hrunið hafði áhrif á þorskmarkaðinn

Þorskur
Þorskur mbl.is/Helgi Bjarnason

Hrun íslensku bankanna hafði alvarleg áhrif á heimsmarkað með þorsk, að því er segir í nýjasta tölublaði Seafood Business. Segir þar að fjöldi fyrirtækja hafi lent í tímabundnum rekstrarvanda m.a. vegna þess að klippt var á lánalínur þeirra.

Segir í tímaritinu að stærsti vandi þorskiðnaðarins á næsta ári verði afleiðingar hrunsins á Íslandi. Ofan á það bætist að ekki sé gefið að þorskkvóti Íslendinga verði aukinn, en á móti komi 20% aukning þorskkvóta Norðmanna og Rússa. Þrátt fyrir efnahagskreppuna sé eftirspurn eftir þorski mikil. Fólk, sem áður fór út að borða, kaupi í auknum mæli þorsk til að elda heima hjá sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK