Hrunið hafði áhrif á þorskmarkaðinn

Þorskur
Þorskur mbl.is/Helgi Bjarnason

Hrun ís­lensku bank­anna hafði al­var­leg áhrif á heims­markað með þorsk, að því er seg­ir í nýj­asta tölu­blaði Sea­food Bus­iness. Seg­ir þar að fjöldi fyr­ir­tækja hafi lent í tíma­bundn­um rekstr­ar­vanda m.a. vegna þess að klippt var á lánalín­ur þeirra.

Seg­ir í tíma­rit­inu að stærsti vandi þorskiðnaðar­ins á næsta ári verði af­leiðing­ar hruns­ins á Íslandi. Ofan á það bæt­ist að ekki sé gefið að þorskkvóti Íslend­inga verði auk­inn, en á móti komi 20% aukn­ing þorskkvóta Norðmanna og Rússa. Þrátt fyr­ir efna­hagskrepp­una sé eft­ir­spurn eft­ir þorski mik­il. Fólk, sem áður fór út að borða, kaupi í aukn­um mæli þorsk til að elda heima hjá sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK