SS gefur út afkomuviðvörun

Sláturfélag Suðurlands gaf í dag út afkomuviðvörun
Sláturfélag Suðurlands gaf í dag út afkomuviðvörun mbl.is/G. Rúnar

Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja var afar óhagstætt á árinu 2008 vegna gengisfalls krónu, verðbólgu og hárra vaxta. Af þessum sökum verða fjármagnsliðir Sláturfélags Suðurlands svf. (SS) afar óhagstæðir á árinu 2008 í samanburði við árið á undan sem veldur því að umtalsvert tap verður á rekstri félagsins á árinu 2008 þó endanlegar afkomutölur liggi ekki fyrir.

SS var með óverulegar stöður í framvirkum samningum, hlutabréfum og öðrum verðbréfum við fall bankanna og varð því ekki fyrir beinu tjóni vegna þess. Velta félagsins á árinu hefur aukist talsvert og almennur rekstur gengið vel og því fyrirséð að hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verður mun hærri en árið 2007, að því er segir í tilkynningu. Til að styrkja greiðslustöðu félagsins hafa verið nýtt ákvæði í lánasamningum til frestunar á stærri afborgunum lána fram til ársins 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK