Tveimur sagt upp til viðbótar

Aðalstöðvar Kaupþings.
Aðalstöðvar Kaupþings. Árni Sæberg

Tveim­ur starfs­mönn­um Kaupþings hef­ur verið sagt upp til viðbót­ar, en það eru þeir Jón­as Sig­ur­geirs­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­sviðs bank­ans og Bene­dikt Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi. Með brott­hvarfi Jónas­ar eru all­ir fram­kvæmda­stjór­ar gömlu Kaupþings sam­stæðunn­ar (e. Global) horfn­ir á braut.

Jón­as seg­ir í sam­tali við Mbl.is að þau níu ár, sem hann vann hjá bank­an­um hafi verið lær­dóms­rík, vinnustaður­inn hafi verið frá­bær og sam­starfs­fólkið sömu­leiðis. „Hvað næstu skref mín varðar sé ég mörg tæki­færi og mun nýta næstu mánuði til að skoða þá mögu­leika sem mér bjóðast.“

Jón­as seg­ist ekki vita hver muni taka við upp­lýs­inga­sviði Kaupþings, en að hann geri ráð fyr­ir því að starfið verði aug­lýst til um­sókn­ar.

Þrír fram­kvæmda­stjór­ar Nýja Kaupþings létu af störf­um í gær. Það voru Bjarki Diego, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs en hann var einnig í skila­nefnd bank­ans, Þór­ar­inn Sveins­son, fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­inga­sviðs, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og rekstr­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK