Wernerssonum líklega úthýst

Karl Wernersson
Karl Wernersson

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra eru andvígir þeirri hugmynd að núverandi eigendur Milestone eigi rétt á að eignast hlut í félaginu í kjölfar endurskipulagningar sem nú stendur yfir. Þetta er samkvæmt heimildum úr stjórnarráðinu.

Samkvæmt skipulaginu sem unnið er eftir geta bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, aðaleigendur Milestone, eignast 13% í félaginu ef eignir þess tvöfaldast í verði frá því sem þær eru nú verðmetnar á. Þeir fái svo kauprétt á allt að 27% í viðbót.

Glitnir, sem er langstærsti kröfuhafinn í Milestone, hefur samþykkt þetta fyrir sitt leyti. Unnið er að því að fá samþykki annarra kröfuhafa.

Skilanefnd Glitnis stjórnar bankanum í umboði Fjármálaeftirlitsins, sem heyrir undir pólitíska forystu Björgvins G. Sigurðssonar. Því er ljóst að vilji ráðherra hefur úrslitaáhrif á ákvörðun skilanefndar í stórum málum.

 Gagnrýnendur þeirrar leiðar sem verið er að hrinda í framkvæmd, og ráðherrarnir eru andvígir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, benda á að það sé ekki viðunandi að ríkisbankinn Glitnir geri núverandi eigendum félagsins kleift að halda áfram um stjórnartaumanna – hvað þá að þeir eigi möguleika á að endurheimta hluta fyrra eignarhalds síns í félaginu við vissar aðstæður. Á sama tíma þurfi ríkisbankinn Glitnir að afskrifa háar fjárhæðir.

Ennfremur er óttast að með þessari leið sé komin einhvers konar frumgerð að áætlun fyrir önnur illa stödd fjárfestingarfélög sem eigi enn eftir að leysa sín mál gagnvart stærstu lánardrottnum sínum, bönkum í eigu íslenska ríkisins.

Samkvæmt endurskipulagningunni munu lánveitendur breyta 53 prósentum af kröfum sínum aftur í lán en 47 prósent þeirra breytast í rétt til hlutabréfakaupa. Því mun 61 milljarður króna af þeim skuldum sem eru undir breytast í ný lán en 54 milljarðar króna verða tæknilega afskrifaðar. Kröfuhafarnir geta fengið þá upphæð til baka ef vel gengur.

Miðað við verðmat á eignum Milestone eiga núverandi eigendur, bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, ekki neitt í félaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK