Ekkert gengur með sölu á West Ham

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson Þorkell Þorkelsson

Ekki hefur tekist að selja enska knattspyrnufélagið West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, en það hefur verið í sölu í tvo mánuði. Einhverjir hafa sýnt áhuga en ljúka verður sölunni fyrir 6. mars þegar ákvörðun verður tekin um hvort eignarhaldsfélag Björgólfs, Hansa, verður lýst gjaldþrota. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Guardian í dag.

Kemur fram í fréttinni að Björgólfur verði að greiða 50 milljónir punda vegna skuldar Landsbankans en hann átti 41% hlut í bankanum þegar hann fór í þrot. Björgólfur keypti West Ham á 85 milljónir punda árið 2006 og segir Guardian að hann vilji fá 250 milljónir punda fyrir félagið, sem sé allt of mikið miðað við efnahagsástanið nú.

Segir Guardian að ef illa fari þá verði West Ham sett í greiðslustöðvun til þess að halda félaginu gangandi.Það hafi hins vegar slæm áhrif á stöðu félagsins í ensku úrvalsdeildinni því það þýði að félagið missi níu stig í deildinni.

Grein Guardian í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK