Icesave-lánakjörin enn óljós

Icesave reikningur Landsbankans.
Icesave reikningur Landsbankans. Retuers

„Það er enn verið að takast á um lánakjörin en það er ekki komin niðurstaða í þessi mál enn,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins um viðræður íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld um lán til Íslands vegna útgreiðslu á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu hefur enn ekki náðst samkomulag um kjör á lánum til Íslands vegna innistæðutryggingar á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Greint hefur verið frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC, að 3,5 milljarðar punda, rúmlega 620 milljarðar íslenskra króna, hafi þegar verið greidd til innistæðueigenda.

Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að ábyrgjast lágmarkstryggingu á Icesave-reikningunum sem nemur 20.887 evrum á hvern reikning. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 150 milljarðar króna geti fallið á íslenska ríkið vegna Icesave-reikninganna.

Samkvæmt fjárlögum þessa árs um fjámagnskostnaður íslenskra ríkisins nema 86,9 milljörðum króna á árinu. Það er um 22 prósent af heildartekjum ríkisins sem eru um 400 milljarðar. Inn í þeirri tölu eru ekki greiðslur vegna Icesave-reikninganna. En búast má því að vextir af lánum geti numið tugum milljarða á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK