Ákveðin tímamót í loðnuleit

Lítið er vitað um ástand loðnustofnsins.
Lítið er vitað um ástand loðnustofnsins.

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson fór síðdegis í gær til loðnuleitar ásamt þremur fiskiskipum. Loðnuleitin markar ákveðin tímamót því í fiskiskipunum er nú búnaður sem hefur verið kvarðaður í samræmi við búnað rannsóknarskipsins þannig að samsvörun sé á milli mælinga. Þetta kemur fram á vef LÍU.

Aðeins 270 þúsund tonn af hrygningarloðnu mældust í leiðangri Hafró seint á nýliðnu ári sem þýddi að ekki var grundvöllur fyrir útgáfu kvóta, en reglan er sú að skilja þarf eftir 400 þúsund tonn í sjónum til hrygningar. Lítið er vitað um ástand loðnustofnsins nú og því ekkert hægt að segja til um útlitið fyrir vertíðina, að því er fram kemur á vef LÍU.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK