Bjarni Ármannsson: „Ég get verið sjálfum mér reiður"

Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson

„Ég get verið sjálf­um mér reiður fyr­ir að hafa tekið ákv­arðanir í upp­bygg­ingu kerf­is sem ekki stóðst, en með þeim ákvörðunum verð ég að lifa,“ seg­ir Bjarni Ármanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, í grein sem hann rit­ar í Frétta­blaðið í dag.

Í grein­inni kem­ur meðal ann­ars fram að Bjarni telji þá sem leiddu mis­mun­andi þætti ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins hafa skapað of veik­an grunn til að stand­ast svipt­ing­ar alþjóðlegr­ar fjár­málakreppu. „Þar gerðum við mis­tök í því að byggja upp of stórt kerfi á of skömm­um tíma, reiða okk­ur á lít­inn gjald­miðil og pen­inga­mála­stefnu sem ekki gat gengið til lengd­ar í heimi alþjóðaviðskipta.“

Í fjöl­mörg­um atriðum hef­ur okk­ur því miður far­ist óhönd­ug­lega: Í raun hlúðum við ekki að því hvernig við vild­um að fjár­mála­kerfið liti út í upp­hafi einka­væðing­ar. Þegar dreifðu eign­ar­haldi var kastað fyr­ir róða vor­um við að búa til of sókndjarft kerfi. Sam­hliða þessu héld­um við ekki úti nógu ströngu eft­ir­lit­s­kerfi. Okk­ur tókst held­ur ekki að skapa nauðsyn­leg­ar hefðir í fjár­mála­geir­an­um, þrátt fyr­ir viðleitni þar að lút­andi. Trú mín og margra annarra á að markaður­inn gæti smíðað sitt eigið reglu­verk og fram­fylgt því reynd­ist ekki byggð á nægj­an­lega traust­um grunni."

Bjarni seg­ir í greinni að nú sé  ljóst að sú um­gjörð sem smíðuð var um fjár­mála­geir­ann dugði ekki. „Skorti þar bæði á skiln­ing okk­ar sem störfuðum í fjár­mála­geir­an­um á því að lesa sam­fé­lag okk­ar og gæta sam­heng­is við það. Sömu­leiðis skorti á skiln­ing stjórn­mála­manna á starf­semi alþjóðlegra fjár­mála­fyr­ir­tækja og þar með hvers kon­ar ramma þau þurfa að búa við.

Ofan á þetta bæt­ist að við höf­um ekki náð, hvorki í póli­tík né viðskipt­um, að höndla sveigj­an­leik­ann sem fylg­ir krón­unni og hún gaf okk­ur ekki þá um­gjörð sem langvar­andi verðmæta­sköp­un krefst. Án stöðug­leika erum við of­urseld sveifl­um eins og þeirri sem við glím­um nú við af­leiðing­arn­ar af.

Það hef­ur því miður sýnt sig að við höf­um ekki þann aga sem til þarf til að stýra eig­in gjald­miðli og nota hann sem efna­hags­legt stjórn­tæki. Hluti af því að tryggja stöðug­leika ís­lensks efna­hags­lífs til framtíðar litið hlýt­ur því að vera að kanna hug ís­lensku þjóðar­inn­ar til fullr­ar aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu með þeim kost­um og göll­um sem því fylgja," skrif­ar Bjarni í grein sem birt­ist í Frétta­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK