Bjarni Ármannsson: Endurgreiddi 370 milljónir

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis.
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. mbl.is/Brynjar Gauti

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur gengið frá endurgreiðslu á 370 milljónum króna sem er hluti af þeim starfslokasamningi sem gerður var við hann er hann lét af störfum árið 2007. Þetta kom fram í máli Bjarna í Kastljósi í kvöld. 

Sagði Bjarni að hann hafið komið að máli við formann skilanefndar Glitnis í lok október er hann kom fyrst aftur til Íslands eftir bankahrunið og boðist til þess að endurgreiða þessa fjárhæð. Var gengið frá endurgreiðslunni fyrir áramótin.

Bjarni sagði við Sigmar Guðmundsson, aðstoðarritstjóra Kastljóss, að ekki væri hægt að meta starfslokasamninginn á 1000 milljónir króna. „Þetta eru ekki réttar tölur.“

Aðspurður hvort nóg væri að gert svaraði Bjarni á þann veg að ef hann tæki þau laun og bónusa og kauprétti þau 10 ár sem hann hefði starfað hjá Glitni og drægi frá skatta og skyldur sem hann hefði greitt til samfélagsins á sama tíma jafngilti endurgreiðslan helminginn af öllu því sem hann hefði fengið.

Bjarni sagði í viðtalinu að hann hafi á sínum tíma unnið að því að koma á yfirtökunefnd sem skoðaði yfirtökur fyrirtækja á markaði. Sagði hann að misbrestur hafi orðið á því hjá sumum félögum að upplýsa nefndina og nefndi FL Group sem dæmi um slíkt félag. 

Bjarni sagði að það hafi verið röng ákvörðun hjá Íbúðalánasjóði að fara upp í 90% lán á fasteignamarkaði og það hafi verið rangt hjá Kaupþingi að bjóða upp á fasteignalán á þeim kjörum sem bankinn gerði án þess að hafa tryggt sér nægjanlegt fjármagn til þess. Jafnframt hafi það verið rangt hjá honum og Glitni að fylgja á eftir og bjóða upp á jafn hátt lánshlutfall og gert var.

Bjarni sagði tvennt hafa farið úr böndunum varðandi uppbyggingu launakerfisins. Annars vegar hafi fjárhæðir orðið of háar auk þess sem árangur einstaklings hafi í þeim árangri sem náðist verið ofmetinn. Í því samhengi kvaðst Bjarni ekki undanskilja sjálfan sig.

Fyrrverandi bankaforstjórinn kvaðst hins vegar hafa komið að því að koma á laggirnar yfirtökunefnd sem hefði eftirlit með yfirtökum skráðra félaga. Ekki hefðu allir orðið jafnhrifnir og ekki virt þá upplýsingagjöf sem nauðsynleg var til þess að stofnunin fengi þrifist þannig að hún hefði lognast út. Sem dæmi um ósamvinnuþýtt fyrirtæki nefndi Bjarni FLGroup.

Jafnframt voru gefnar út leiðbeiningar um viðmiðunarreglur varðandi stjórnarhætti sem menn hafi í fyrstu virt en svo hafi þær farið úr böndunum.

Bjarni kvaðst hafa mælt með því að framlög til Fjármálaeftirlitsins yrðu aukin og hefði það að hluta til gengið eftir. Hann kvaðst hins vegar telja að stjórnmálamenn hafi skort skilning á fjármálakerfinu og á því hvaða verkferlar yrðu að vera til staðar.

Hann kvaðst telja það hafa verið ranga ákvörðun hjá ríkissjóði að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs í 90 prósent. Það hafi verið röng ákvörðun hjá Kaupþingi að fara af stað með húsnæðislán með þeim hætti sem gert var án þess að tryggja fjármagn til langs tíma auk þess sem það hafi verið röng ákvörðun hjá Glitni að fara á eftir og bæta um betur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka