Hætt að reikna út gengisvísitölu krónu

mbl.is/Júlíus

Seðlabankinn hætti útreikningi vísitölu gengisskráningar, þ.e. þeirri sem í daglegu tali er kölluð gengisvísitala krónu, um áramótin. Bankinn hefur um tveggja ára skeið reiknað fjórar vísitölur meðalgengis sem endurspegla utanríkisviðskipti á misbreiðum grunni, auk gengisvísitölunnar gömlu. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

 Þessar fjórar vísitölur munu hér eftir væntanlega taka við því hlutverki sem gengisvísitalan hefur gegnt sem viðmið fyrir almenna gengisþróun gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Miða þær annars vegar við vöruskipti og hins vegar við vöru- og þjónustuviðskipti. Fyrir hvorn þessara tveggja grunna eru svo reiknaðar tvær vísitölur þar sem mismunandi lágmarkshlutdeild gjaldmiðils þarf til að viðkomandi mynt fái inni í vísitölunni.

„Samkvæmt nýjum vogum fyrir vísitölurnar fjórar, sem gilda frá 1. desember síðastliðnum, er vægi evru á bilinu 45-47%, vægi Bandaríkjadollara og breska pundsins 10-11% fyrir hvora mynt og vægi dönsku krónunnar 7-8% eftir því við hvaða vog er stuðst. Mikilvægi gengisþróunar evru fyrir utanríkisviðskipti er þó meira á heildina litið. Gengi dönsku krónunnar er þannig fast gagnvart evru og sama gildir um Eystrasaltslöndin. Sé þetta tekið með í reikninginn er heildarvægi evru, beint og óbeint, á bilinu 54 - 55% í utanríkisviðskiptum," að því er segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK