Samningur við Vodafone aldrei samþykktur

Hermann Jónasson, forstjóri Tals og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans …
Hermann Jónasson, forstjóri Tals og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans þegar samningurinn var undirritaður.

Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, hafnar alfarið fullyrðingum Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals, um að henni og öðrum stjórnarmönnum hafi ekki verið kunnugt um að Hermann Jónasson, forstjóri, stæði ásamt sér bakvið 49% eignarhlut í Tali. Vísar Jóhann Óli til þess að Hermann hafi keypt snemma á síðasta ári hlut í HIVE og orðið annar tveggja eigenda þess í kjölfarið, áður en það sameinaðist Ódýra símafélaginu [SKO] og varð að Tali. Hann segist því lítið gefa fyrir fullyrðingar Þórdísar og vísar til umfjöllunar m.a í fréttum Morgunblaðsins frá þessum tíma.  

Samþykki þriggja stjórnarmanna þarf til þess að skuldbinda félagið
 „Það var gerður samningur upphaflega um samstarf við Vodafone. Þann samning gerðu forstjórar félaganna, Árni Pétur [Jónsson, forstjóri Vodafone] og Hermann [Jónasson, forstjóri Tals]. Sá samningur var aldrei lagður fyrir stjórnina, en Árni Pétur var stjórnarformaður Tals á þeim tíma. Það segir samt í samþykktum félagsins að það þurfi samþykki þriggja stjórnarmanna til þess að skuldbinda félagið,“ segir Jóhann Óli Guðmundsson. Hann segir að ef samþykki stjórnar þurfti fyrir gerð samningsins við Símann þá megi líta svo á að samningur sem forstjórar Vodafone og Tals gerðu sl. vor hafi aldrei öðlast formlegt gildi því hann var aldrei lagður fyrir stjórnina. Í ljósi þess fordæmis hafi hann litið á að samningur af þessu tagi félli þá utan ramma stjórnarafskipta úr því að forstjórarnir gerðu hann án þess að hann væri borinn undir stjórn. 

„Ákvæði um samþykki þriggja stjórnarmanna var sett í samþykktirnar til þess að Teymi [móðurfélag Vodafone] gæti ekki þröngvað samþykkt ákvarðana í stjórn félagsins til hagsbóta fyrir Vodafone,“ segir Jóhann Óli, en aðeins fjórir stjórnarmenn sitja í stjórn, tveir fyrir hvorn hluthafa. Hann segir að í hluthafasamkomulaginu hafi verið gengið enn lengra og sett inn ákvæði um að samþykki allra stjórnarmanna þyrfti fyrir ákvarðanatöku um mikilvæg málefni félagsins. 

Jóhann Óli Guðmundsson
Jóhann Óli Guðmundsson
Þórdís J. Sigurðardóttir
Þórdís J. Sigurðardóttir Mbl.is / Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK