Hollendingar rannsaka vöxt Icesave-reikninganna

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Rannsókn á ábyrgð hollenskra stjórnvalda á vexti Icesave-reikninganna þar í landi stendur nú yfir að beiðni hollenska þingsins. Tveir lagaprófessorar hafa frá því í byrjun desember rannsakað hvort hollenski seðlabankinn, sem fjármálaeftirlit landsins heyrir undir, sé ábyrgur fyrir því að ekki var tekið með réttum hætti á málinu. Heimildir Morgunblaðsins í Hollandi herma að skýrslu um rannsóknina verði skilað á vormánuðum. Sérstök rannsókn á Icesave stendur ekki yfir hérlendis né hefur verið tilkynnt um að slík rannsókn sé væntanleg.

Fjármálaeftirlitin á Íslandi (FME) og í Hollandi voru bæði meðvituð um þann hraða vöxt sem var á innlánum á Icesave-reikninga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fengu hollensk yfirvöld daglegar upplýsingar um heildarstöðu reikninganna og öll bréfaskipti Landsbankans við hollenska eftirlitið voru afrituð fyrir FME.

Heimildir Morgunblaðsins herma að hollensk yfirvöld hafi viljað stöðva innlán á Icesave-reikningana í ágúst síðastliðnum og hafi tvívegis fundað með Landsbankanum og FME vegna þessa í þeim mánuði. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði hins vegar á blaðamannafundi í Brussel í október að hollenski seðlabankinn hefði fengið rangar upplýsingar um greiðsluþol íslensku bankanna frá íslenskum yfirvöldum út septembermánuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK