Sigurður G. Valgeirsson hefur tekið að sér sem verktaki að aðstoða Fjármálaeftirlitið við upplýsingagjöf. Að sögn Sigurðar er hann ekki hættur með almannatengslafyrirtæki sitt, Bæjarútgerðina, enda aðeins um tímabundið verkefni að ræða hjá FME.
Frá því í haust hafa tveir starfsmenn séð um tengsl Fjármálaeftirlitsins við fjölmiðla. Íris Björk Hreinsdóttir, lögfræðingur og upplýsingafulltrúi FME og Úrsúla Ingvarsdóttir, hagfræðingur. Úrsúla hefur nú snúið á ný í fyrri störf hjá FME og er Sigurður fenginn til aðstoðar vegna mikilla anna í samskiptum við fjölmiðla.