Woolworths endanlega gjaldþrota

Woolworths verslun í Lundúnum.
Woolworths verslun í Lundúnum. Reuters

Breska verslanakeðjan Woolworths er endanlega gjaldþrota og var síðustu 200 verslunum fyrirtækisins lokað í dag og ljósin slökkt. Fyrirtækið var stofnað árið 1909 og rak á tímabili 807 verslanir í Bretlandi. 

Woolworths óskaði eftir greiðslustöðvun í nóvember. Deloitte, sem stýrði greiðslustöðvuninni og gætti hagsmuna þrotabúsins, hélt mikla brunaútsölu á eignum félagsins og tilkynnti í síðasta mánuði að verslunum yrði lokað eftir að leit að kaupanda bar ekki árangur. Um það bil 27.000 manns missa vinnuna. Loka átti verslunum á mánudag en Deloitte heimilaði að verslanir yrðu opnar í einn dag í viðbót til þess að selja afgang af vörubirgðum.

Fyrsta Woolworths verslunin opnaði í Liverpool árið 1909 undir vörumerkinu FW Woolworths sem var dótturfélag bandarísks fyrirtækis. Woolworths, sem hefur selt allt frá sælgæti og leikföngum til heimilis- og raftækja, hefur átt í erfiðleikum undanfarin ár eftir að stórmarkaðir fóru að færa sig inn á svið fyrirtækisins og hirða af því markaðshlutdeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK