Verð á hráolíu hrynur

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í kvöld eftir að tilkynnt var um að mun meira væri til af olíu- og bensínbirgðum í Bandaríkjunum heldur en talið var. Lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í febrúar um 5,95 dali tunnan á NYMEX markaðnum í New York og var lokaverðið 42,63 dalir. Í Lundúnum lækkaði tunnan af Brent Norðursjávarolíu um 4,67 dali og lokaði í 45,86 dölum. 

Samkvæmt nýjum tölum frá bandaríska orkumálaráðuneytinu jukust hráolíubirgðir í landinu um 6,7 milljónir tunna í síðustu viku sem er umtalsvert meira en sérfræðingar höfðu talið. Hljóðaði meðalspá þeirra upp á 700 þúsund tunna aukningu milli vikna.  


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK