Bjóða fasta vexti undir 5%

Miklir erfiðleikarr hafa verið á bandarískum húsnæðismarkaði að undanförnu
Miklir erfiðleikarr hafa verið á bandarískum húsnæðismarkaði að undanförnu AP

Stærstu bank­ar Banda­ríkj­anna eru byrjaðir að bjóða íbúðalán með föst­um vöxt­um sem eru und­ir 5%. Seg­ir í frétt Bloom­berg-frétta­stof­unn­ar að þeir geti þetta á grund­velli þess að ríkið hafi að und­an­förnu yf­ir­tekið ábyrgðir vegna eldri lána þeirra.

JP­Morg­an Chase bank­inn aug­lýs­ir nú íbúðalán með 4,75% föst­um vöxt­um á heimasíðu sinni. Þá aug­lýs­ir Wells Fargo bank­inn 4,875% fasta vexti og Bank of America 5,0% vexti. Láns­hlut­fallið sem í boði er miðast við 80% af kaup­verði. Ekki þarf að taka fram að þessi íbúðalán eru að sjálf­sögðu óverðtryggð.

Mark­mið bank­anna með þess­um vaxta­kjör­um er að freista þess að örva fast­eigna­markaðinn í Banda­ríkj­un­um og þar með efna­hags­lífið. Veru­lega hef­ur dregið úr öll­um fast­eignaviðskipt­um vest­an­hafs, enda hófst krepp­an á fjár­mála­markaðinum fyrst þar með þeim erfiðleik­um sem komu upp í kjöl­far ótryggra hús­næðislána, svo­nefndra und­ir­máls­lána.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK