Fullyrt að Actavis verði selt

Reutersfréttastofan segir í dag að lyfjafyrirtækið Actavis verði boðið til sölu á næstunni og sé áætlað að söluverðið muni nema 6 milljörðum dala eða meira, jafnvirði  rúmlega 740 milljarða króna.

Reuters segist hafa fyrir þessu þrjá heimildarmenn, sem þekkja til mála hjá Actavis. Segir fréttastofan, að fjárfestingarbankinn Merrill Lynch, sem var fenginn á síðasta ári til að veita ráðgjöf um hvert fyrirtækið skuli stefna, muni innan skamms hefja formlega sölumeðferð á Actavis. Gera megi ráð fyrir því að samningar um sölu náist á 3-5 mánuðum.

„Við erum nú mun nær söluferli en áður... það hefst hugsanlega á næstu vikum," er haft eftir einum heimildarmanninum, sem vísaði til þess að Actavis hefði í desemberlok leyst vandamál varðandi verksmiðju félagsins í Bandaríkjunum og þannig fjarlægt stóra hindrun. 

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 80% hlut í Actavis.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK