Há víkjandi lán frá Glitni og Kaupþingi

Baugur Group
Baugur Group mbl.is/Kristinn

Glitnir veitti Baugi Group fimmtán milljarða króna víkjandi lán á árinu 2007 og Kaupþing veitti félaginu sambærilegt lán uppá 4,8 milljarða króna. Bæði lánin áttu að koma til greiðslu á árinu 2013. Auk þess veitti Fasteignarfélagið Stoðir, sem nú heitir Landic Property og er meðal annars í eigu sömu aðila og eiga Baug, félaginu 3,3 milljarða króna víkjandi lán.

Þetta kemur fram í ársreikningi Baugs Group fyrir árið 2007 sem Morgunblaðið hefur undir höndum en hefur enn ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár.

Eigendur Baugs Group voru samtals 48 talsins í lok árs 2007. Einn þeirra, Fjárfestingafélagið Gaumur, átti 68 prósent og var eini eigandinn sem átti yfir tíu prósenta hlut. Gaumur er í 96 prósenta eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar Jóhannesdóttur systur hans og foreldra þeirra.

Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau og eru þar af leiðandi mun áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán. Þeir sem veita víkjandi lán eru því nokkurskonar afgangskröfuhafar. Á móti kemur að oftast nær þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum lánum.

Skuldir tvöfölduðust milli ára

Skuldir Baugs samkvæmt reikningnum voru alls um 201 milljarður króna í lok árs 2007 og höfðu hækkað úr um 102 milljörðum króna frá árinu á undan.

Lán voru 176 milljarðar króna og þar af áttu um 65 milljarðar króna að vera á gjalddaga í fyrra, tæpir 26 milljarðar króna í ár og 39 milljarðar króna á næsta ári.

81,5 milljarðar króna af lánunum voru í erlendum gjaldmiðlum en 94,2 milljarðar í íslenskum krónum. Hlutabréf í fyrirtækjum í eigu Baugs að andvirði um 240 milljarðar króna voru veðsett til að tryggja 108 milljarða króna skuld félagsins í íslenskum krónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK