Salan sögð duga fyrir skuldum

Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator.
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator. mbl.is/Brynjar Gauti

Talið er ólíklegt að lyfjafyrirtækið Actavis seljist á mikið hærra verði en sem nemur skuldum fyrirtækisins. Reutersfréttastofan segir frá þvi að Merrill Lynch, umsjónaraðila hinnar mögulegu sölu, muni hefja formlegt söluferli á næstunni. Heimildarmaður Reuters segir að mögulega verði hægt að ganga frá sölunni á næstu vikum.

Bandaríski fjárfestingabankinn Merril Lynch var ráðinn af Actavis í byrjun október til að veita ráðgjöf varðandi framtíðarmöguleika fyrirtækisins.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thor Björgólfssonar, keypti Actavis í júní 2007 og á í dag 80 prósent í félaginu. Samkvæmt Reuters var sú yfirtaka fjármögnuð að fullu með láni upp á 5,4 milljarða dala, um 669 milljarða króna, sem Deutsche Bank veitti félaginu. Núverandi eigendur eru sagðir vilja fá um sex milljarða evra, um eitt þúsund milljarða króna, fyrir Actavis en heimildamenn Reuters segja ólíklegt að meira muni fást fyrir félagið en til að dekka skuld þess við Deutsche Bank.

Stórir lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer, Sanofi-Aventis og Novartis eru nefndir sem mögulegir kaupendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK