Stýrivextir í Bretlandi hafa verið lækkaðir um hálfa prósentu, úr tveimur í eitt og hálft prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri í landinu frá stofnun Seðlabanka Bretlands árið 1694.
Yfirlýstur tilgangur vaxtalækkunarinnar er að koma í veg fyrir að alþjóðlega lánsfjárskreppan dýpki enn þann samdrátt sem nú á sér stað í Bretlandi.