Kröfurnar of hátt metnar

Hópurinn auglýsti meðal annars eftir kröfum á Exista.
Hópurinn auglýsti meðal annars eftir kröfum á Exista. mbl.is/Kristinn

Talsmaður hóps fjárfesta sem kallar sig Kröfukaupahópinn, og auglýsti áhuga sinn á að kaupa kröfur á fjögur íslensk félög með miklum afslætti í Morgunblaðinu, segir hópinn þegar hafa fengið nokkur tilboð.

Hann vill ekki koma fram undir nafni en segir í samtali við mbl.is að þeim hafi fljótlega orðið það ljóst að miðað við viðbrögð kröfueigenda hafi þeir metið sumar kröfurnar of hátt. Talsmaðurinn segir Kröfukaupahópinn vera hóp fjárfesta sem vilji nýta sér spennandi fjárfestingatækifæri og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.

Félögin sem eru tilgreind í auglýsingunni, sem birtist á blaðsíðu 41 í Morgunblaðinu í dag, eru Hagar, Bónus, Aðföng og Exista. Hópurinn segir þar að hann sé tilbúin að greiða 47,5 prósent af kröfu sem sé á eindaga innan þriggja mánaða, 35 prósent af kröfu sem sé á eindaga innan hálfs árs og 12,5 prósent fyrir kröfu sem sé á eindaga innan tólf mánaða. Staðgreiðsla sé í boði fyrir þá sem vilji selja þeim kröfur á þessum kjörum. Auk þess séu kröfur á fleiri félög, til dæmis gömlu bankanna, til skoðunnar hjá hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK