Straumur lækkar um rúm 30%

Kauphöllin
Kauphöllin Kristinn Ingvarsson

Hlutabréf Straums eru í frjálsu falli í Kauphöll Íslands í dag en bréfin hafa lækkað um 30,8% og standa í 99 aurum. Um 50 milljón króna viðskipti hafa verið með Straum í morgun. Hlutabréf Straums hafa lækkað um 47% síðustu sjö daga en um áramót stóð félagið í 1,86. Þann 15. desember sl. var lokaverð Straums 2,57.

OMXI6 vísitalan hefur lækkað um 5,54% og er 884,30 stig. OMXI6 vísitalan tók gildi um áramót og var þá stillt á 1.000 stig

Hlutabréf Century Aluminum hafa hækkað um 6,9% og Eimskips um 2,6%. Marel hefur lækkað um 2,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK