Sparisjóðirnir munu flestir lækka verðtryggða inn- og útlánsvexti frá og með 11. janúar næstkomandi. Útlánsvextir munu lækka um 0,05% og verðtryggðir innlánsvextir um allt að 0,10%. Einng verður breyting á innlendum gjaldeyrisreikningum.
Sparisjóðirnir eru þannig fyrstir fjármálastofnana til að lækka vexti á verðtryggðum inn- og útlánum, að því er segir í tilkynningu.