Iceland hefur keypt 51 verslun Woolworths

Verslunarkeðjan Iceland hefur keypt tvær verslanir Woolworths í Monmouth og Pontypoolen í Gwent.

377 starfsmenn misstu vinnuna er 11 verslunum Woolworths í Gwent var lokað fyrr í þessum mánuði. 21 þeirra starfaði í Monmouth en 17 í Pontypool. Þetta kemur fram á fréttavefnum South Wales Argus.

Verslanakeðjan Woolworths, sem Baugur átti 10% hlut í, hvarf af sjónarsviðinu þann 6. janúar, er síðustu 200 verslunum hennar var lokað. Er mest var voru hins vegar 807 verslanir reknar undir merkjum keðjunnar.

Forsvarsmenn Iceland staðfestu á föstudag að þeir hefðu nú keypt 51 verslanir sem áður tilheyrðu Woolworths. Segjast þeir vonast til að geta bætt við 2.500 starfsmönnum vegna kaupanna á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK