IMF vantar 150 milljarða dala

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. MOLLY RILEY

Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) vantar 150 milljarða dala til að geta aðstoðað svokölluð nýmarkaðsríki í þeim efnahagsaðstæðum sem nú ríða yfir heiminn. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF, hafi nýverið sagt í viðtali að útlit væri fyrir að fleiri ríki þyrftu á aðstoð sjóðsins að halda en áður var talið.

Hann sagði enn fremur að útlit væri fyrir að afskriftir vegna heimskreppunnar myndu nema allt að 1,4 trilljónum dala. Strauss-Kahn var þó bjartsýnn á að finna það fé sem vantaði upp á til að geta lánað þeim sem þurfa á því að halda. Helst er horft til Saudi Arabíu og Kína um lán vegna þessa.

IMF hefur þegar lánað Íslandi 2,1 milljarð dala, Úkraína fékk 16,4 milljarða dala, Ungverjar 15,7 milljarða dala, Pakistanar 7,6 milljarða dala, Serbía 518 milljónir dala, Lettland 1,7 milljarð dala og smáríkið Seychelles -eyjar 26 milljónir dala. Alls hafa því sjö lönd þegar hlotið aðstoð frá IMF á síðustu mánuðum vegna efnahagsþrenginganna sem sköpuðust í kjölfar hinnar alþjóðlegu lánsfjárskreppu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK