Lánshæfi Íslands lélegt

Lánshæfisfyrirtækin þrjú telja að einkunnir Íslands gætu lækkað enn frekar.
Lánshæfisfyrirtækin þrjú telja að einkunnir Íslands gætu lækkað enn frekar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Lánshæfismarsfyrirtækin þrjú Fitch, Moody´s og S&P telja lánshæfi íslenska ríkisins vera mun lakara nú en það var fyrir bankahrunið í byrjun október. Fyrir fall var lánshæfi ríkisins talið gott, enda skuldir íslenska ríkisins á þeim tíma með því minnsta sem þekktist. Mat fyrirtækjanna nú er hins vegar að íslenska ríkið verði með þeim skuldugustu í heiminum þegar tekið er tillit til þeirra skulda sem það mun gangast við vegna bankahrunsins.

Í Morgunkorni Glitnis segir að mat fyrirtækjanna þriggja sé að skuldahlutfall Íslands fari yfir 100 prósent af landsframleiðslu í ár, en nettó skuldir hins opinbera voru um 29 prósent af landsframleiðslu fyrir hrun. Einungis eitt ríki innan OECD er skuldsettara en Ísland, Japan.

Helstu ástæður fyrir hinni auknu skuldsetningu eru samvæmt greiningardeild Glitnis þrjár. „ Í fyrsta lagi er það fjármögnun á eiginfjárframlagi ríkisins til hinna nýju banka sem talið er verða um 385 milljarðar króna. Í öðru lagi er það kostnaður þess vegna innlánaskuldbindinga utan landssteinanna. Ábyrgðir ríkisins vegna þess gætu orðið um 700 milljaraðr króna en þar eru umtalsverðar eignir á móti hjá gömlu bönkunum. Talsverð óvissa er um niðurstöðu þessa fyrir nettó skuldastöðu ríkisins. Í þriðja lagi er það svo endurfjármögnun Seðlabankans en hann tapaði talsverðu fé vegna veðlána gömlu bankanna. Reiknað er með að þettu séu um 150 milljarðar króna."

Lánshæfismat Íslands nú er lágt í samanburði við önnur iðnríki. S&P og Fitch meta lánshæfi Íslands BBB- og Moody´s metur landið sem Baa-. Allar einkunnirnar eru á neikvæðum horfum sem merkið að vel gæti farið svo að þær lækki enn meira á næstu mánuðum. Ef það gerist munu einkunnir ríkisins far niður fyrir þau mörk sem almennt eru talin skilja á milli hágæða skuldabréfa og annarra skuldabréfa. Greiningadeild Glitnis telur að það gæti orðið töluverður álitshnekkir ef slíkt gerðist.

Lánshæfisfyrirtækin telja að einkunnirnar gætu lækkað enn meira en hagkerfið siglir í dýpri og meira langvarandi samdrátt en spáð hefur verið. Þá er niðurstaða í uppgjöri vegna innlánsskuldbindinga ríkisins erlendis, á Icesave og Edge netreikningunum, einnig ófrágengin og þá sérstaklega hversu mikil verðmæti eigna gömlu bankanna eru til að ganga upp í kröfur á þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK