Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað í morgun en von er á afkomutölum frá bandaríska álframleiðandanum Alcoa og örgjörvaframleiðandanum Intel í vikunni. Nemur lækkunin 2,03 dölum á tunnuna í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Er tunnan nú seld á 38,80 dali.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 1,86 dali og er 42,56 dalir tunnan.