Fjármálafyrirtækið SP fjármögnun er í fjárhagskröggum og hefur óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að fá tímabundna undanþágu frá reglum um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að SP hafi óskað eftir því við hluthafa að þeir auki hlutafé verulega.
Sparisjóðirnir stofnuðu SP fyrir 14 árum en Landsbankinn keypti 51% hlutafé árið 2002. Byr sparisjóður á 35% og sparisjóðirnir 14%.
SP hefur m.a. lánað einstaklingum og fyrirtækjum til bílakaupa.