Tap á rekstri Alcoa

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson

Bandaríska álfélagið Alcoa, sem rekur m.a. álverið í Reyðarfirði, tapaði 1,19 milljörðum dala, jafnvirði nærri 150 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en verð og eftirspurn eftir áli lækkuðu mikið undir lok ársins.

Alcoa er að venju fyrsta fyrirtækið í Dow Jones hlutabréfavísitölunni, sem birtir ársfjórðungsuppgjör og þykir afkoma fyrirtækisins jafnan gefa vísbendingar um hvernig rekstur fyrirtækja í Bandaríkjunum hefur gengið.

Tekjur Alcoa lækkuðu um 19% frá sama tímabili árið 2007, úr 7 milljörðum dala í 5,7%. Alcoa tilkynnti í síðustu viku, að 13% starfsmanna fyrirtækisins yrði sagt upp á næstu mánuðum og dregið verði úr álframleiðslu um 18%.

Á öllu árinu 2008 voru tekjur félagsins af reglulegri starfsemi 26,9 milljarðar dala og hagnaður var 229 milljónir dala eða 0,28 sent á hlut. 

Tap Alcoa á fjórða ársfjórðungi svaraði til 1,49 dala á hlut en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 75 sentum á hlut. Svonefndur einsskiptiskostnaður nam 1,10 dölum á hlut.  Sérfræðingar höfðu að meðaltali reiknað með 10 senta tapi á hlut en þar var ekki tekið tillit til einsskiptiskostnaðar.

Gengi hlutabréfa Alcoa lækkaði um 6,9% í kauphöllinni á Wall Street í dag. Gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 47% á síðasta fjórðungi ársins og um nærri 70% á árinu 2008. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK